Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur: Því guð gaf henni málið eins og honum.
25/03/2014 @ 20:00 - 22:00
| ISK1000Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur fjallar um ævisögu Guðrúnar Ketilsdóttur. Guðrún fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta varðveitta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu – vinnukonu frá 18. öld. Í sögunni fjallar Guðrún á opinskáan hátt um líf sitt í Eyjafirði og erfitt hjónaband með ótrúum eiginmanni. Guðný hefur nýlega gefið út bók um Guðrúnu Ketilsdóttur og hlaut fyrir hana hin virtu Fjöruverðlaun 2014.
Titill fyrirlestursins vísar í orð Guðrúnar sjálfrar, þegar sýslumaður vildi þagga niður í henni „En ég sagði hann skyldi hafa bölvaða skömm fyrir það því guð hefði gefið mér málið eins og honum. En aldrei þorði ég að hafa það svo hátt að hann heyrði það.