Hleð Viðburðir

Í tilefni af útkomu bókanna Ástarsaga Íslendinga að fornu eftir Gunnar Karlsson og Leiftur á horfinni öld eftir Gísla Sigurðsson efnir Forlagið til sögusamkomu í Hannesarholti, sunnudaginn 17. nóvember kl. 15.  Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.

Báðar þessar bækur varpa nýju og óvæntu ljósi á sagnaarf okkar Íslendinga. Höfundar munu greina stuttlega frá verkum sínum og rannsóknum en Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, mun síðan stýra óformlegum umræðum um efnin.

Bók Gunnars Karlsson beinir sjónum lesenda að sögu tilfinninganna og fjallar á lifandi og aðgengilegan hátt um ástir Íslendinga á tímabilinu 870–1300. Þar er til að mynda fjallað um rétt landsmanna til að elska, makaval þeirra, skilnaði og frillulíf. Gunnar leitar víða fanga, í forn kvæði, lögbækur, Íslendingasögur, Sturlungu, biskupasögur og fleiri rit og kemst að því að ástin réði furðumiklu í lífi forfeðra okkar.

Í Leiftri á horfinni öld rýnir Gísli Sigurðsson í hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir og bendir á að þær séu frumbyggjabókmenntir, skráðar af frumbyggjunum sjálfum um landnám fólks í nýju landi – eftir leifturhugmynd Snorra Sturlusonar um hvernig rittæknin gæti miðlað hinum hefðbundnu munnlegu fræðum. Þær fangi lífs- og heimssýn fólks sem túlkaði veröldina með goðsögum og náði tökum á umhverfi sínu með því að þekja það minningum og örnefnum – innblásið af sagnaranda gelískra þjóða á Bretlandseyjum.

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
17/11/2013
Tími:
15:00 - 17:00
Verð:
Free
Vefsíða:
http://www.forlagid.is

Staðsetning

Hljóðberg