Samsöngur á föstudagskvöldi
10/04/2015 @ 20:00 - 21:00
| ISK1000með Júlíönu Indriðadóttur og Sigurkarli Stefánssyni.
Hannesarholt hefur lagt rækt við sönghefð okkar íslendinga með því að bjóða uppá klukkustundar langa söngstund þar sem almenningur syngur saman við undirleik og stjórn tónlistarfólks, þar sem textar birtast á tjaldi. Hingað til hafa söngstundirnar verið haldnar um miðjan dag á sunnudögum, en að þessu sinni verður stundin á föstudagskvöldi, og er aðgangseyrir 1000 krónur. Veitingastaðurinn á 1.hæðinni verður opinn fram að söngstund, og verður framreidd súpa með heimabökuðu brauði, auk annarra veitinga sem verða til sölu. Borðapantanir í síma 511-1904.