Hleð Viðburðir

Samsýning listamannanna Lindu Bjarkar og Rakelar Steinþórsdætra og Johanns Wimmers opnar í veitingastofum Hannesarholts fimmtudaginn 27.febrúar kl.17 og stendur til 12.mars.

Linda Björk Steinþórsdóttir, ISL

Linda er fædd og uppalin á Íslandi en fluttist til Austurríkis og hefur búid og starfað þar sidustu 31 ár. Hún notar akryl á striga og eingöngu spaðatæki. Verk Lindu eru Abstrakt minimaliskt. „Innsýn mín kemur úr íslenskri náttúru, það eru fossarnir, jöklarnir, birtan og norðurljósin sem hafa mikil áhrif a mína list“.

Johann Wimmer, AUT

Johann er fæddur og uppalinn í Austurríki og býr og starfar í Wels. Hann er þaulreyndur og virtur ljósmyndari, sem hefur undanfarin ár starfað með stúdíói sínu wkiphoto.net að auglýsaverkefnum fyrir ýmis tækifæri að auglýsingaverkefnum fyrir ýmis fyrirtæki. Meðfram venjubundnum auglæýsingastörfum hefur djúpstæð löngun hans til frelsis til eigin listköpunar sem ljósmyndari fengið útrás í óskipulögðum ferðum hans um Evrópu án áfangastaðar, þar sem hann hefur fengið innblástur frá fólki og landslagi. Verk sín hefur Johann m.a.sýnt á ymsum alþjóðlegum sýningum

Meðfram venjubundnum auglýsingastörfum hefur djúpstæð lögnun hans um frelsi til eigin listsköpunar sem ljósmyndari fengið útrás með óskipulögðum ferðum hans um Evrópu án áfangastaðar, þar hefur hann fengið innblástur frá fólki og landslagi.
Verk sýn hefur Johann Wimmer sýnt á ýmsum alþjóðlegum sýningum og við önnur tækifæri. Við eitt slíkt kynntist hann íslensku listakonunni Lindu Steinþórsdóttur.

Hugsjón hans í dag ber með sér vilja til að vinna á móti fortíðinni og gleymsku samtímans, með því vill hann gefa áhorfendum þá tilfiningu í núinu að til er eitthvað sem aldrei breytist.

Johann tók þátt í “ART DIAGONALE á Korpúlfsstöðum” sumarið 2017 sem Linda stóð fyrir og ferðaðist um landiði í sex vikur, tók ljósmyndir og fékk innblástur af íslenskri nátturu. Út frá þessu verkefni hófst samstarf Lindu og Johanns. Verkin eru afrakstur mismunandi ferðalaga þeirra um Ísland. Úr varð sjónræn ástarjátning til andstæðna, mikilfengleika og bersjkaldaðar náttúru landsins.

Linda og Johann hafa verið með samsýningu í Museum Angerlehner, í Thalheim við Wels (WWW.museumangerlehner.at) med verk sem heitir “Foss Foss Seljalandsfoss” og í Sturm & Drang Galleri í Linz ( http://www.sturm-drang.at ).

Samvinnuverk Johanns og Lindu á sýningunni í Hannesarholti eru unnin þannig að Johann framkallar eða prentar ljósmynd sem tekin er á Íslandi beint a orginalverk eftir Lindu og í lokin fer Linda aftur med spadan yfir verkið þannig ad mörg lög myndast vid gerd verksins.

Rakel Steinthórsdóttir, ISL

Rakel er fædd og uppalin á Íslandi, hefur búið i Ameríku og Austurríki, er býr og starfar nú á Íslandi. Rakel notar Akryl á striga og er hennar stíll Abstrakt expressjónismi. Hún mixar spaða pensil og dripping tækni i verkum sinum.

Linda og Rakel eru systur, hafa haldið margar samsýningar í gegnum tíðina, en þetta er i fyrsta skipti sem þær hafa gert verk i samvinnu. Eitt af einkennum Lindu er að verkin breytast eftir thvi hvernig birtan fellur á þau. Rakel notar siðan dripping tækni og fullkomnar verkid med útlínum af fólki, sem er eitt af hennar aðaleinkennum.

Upplýsingar

Byrja:
27/02/2020
Enda:
12/03/2020
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð