Hleð Viðburðir

Á menningarnótt, 23. ágúst, leikur Árni Heimir Ingólfsson á sembal í Hannesarholti, Grundarstíg 10, kl. 14. Á tónleikunum verður flutt áheyrileg barokktónlist eftir höfunda frá ýmsum löndum – Ítalíu, Englandi, Frakklandi og Þýskalandi – m.a. eftir Girolamo Frescobaldi, William Byrd, Antoine Forqueray og J.S. Bach. Árni Heimir mun segja frá tónlistinni og hljóðfærinu, en hann leikur á hljóðfæri smíðað af Marc Ducornet í París (2011). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Árni Heimir Ingólfsson stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík, nam síðar píanóleik og tónlistarfræði í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi frá Harvard-háskóla 2003. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um heim sem píanóleikari og kórstjóri, m.a. á Listahátíð í Reykjavík og tónlistarhátíðum í Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þá hefur hann stýrt tónlistarflutningi á þremur hljómdiskum sem allir innihalda lög úr fornum íslenskum handritum. Árni Heimir er afkastamikill fræðimaður á sviði íslenskrar tónlistar. Hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim og gegnt rannsóknarstöðum við háskólana í Oxford og Boston. Bók hans, Jón Leifs – Líf í tónum, kom út árið 2009 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Árni Heimir var dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands 2005–2007 og tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2007–2011.

Upplýsingar

Dagsetn:
23/08/2014
Tími:
14:00 - 15:00
Verð:
Free
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg