Hleð Viðburðir

English below //

Útfáfutónleikar Silkikattanna í Hljóðbergi Hannesarholts föstudaginn 27. október kl.20.30.

Bergþóra Einarsdóttir og Guðrún Hulda Pálsdóttir eru vinkonur og þúsundþjalasmiðir sem kynntust í ritlistarnámi í Háskóla Íslands. Þær eru útivinnandi einstæðar mæður á fertugsaldri og mynda auk þess hljómsveitina Silkikettina. Saga Silkikattanna nær aftur til ársins 2014 þegar Bergþóra var í Reykjavíkurdætrum og Guðrún að slá sína fyrstu strengi á kontrabassa. Bergþóra fór að þylja ljóðskotna texta yfir bassalínur Guðrúnar þeim til skemmtunar og fluttu þær sitt fyrsta lag við opnun Listhátíðar Reykjavíkur það sama ár. Fram til þessa hafa Silkikettirnir helst kosið að koma saman til að njóta og einstaka sinnum miðlað sínum dulbúna sannleika í heimahúsum en nú hefur hljómsveitin fullmótað sex laga EP plötu, Smurðar fórnir, og verður útgáfu hennar fagnað þann 27. október næstkomandi með tónleikum. Árið 2020 sömdu Silkikettirnir lagið „Andans dóttir“ við texta Hannesar Hafstein „Strikum yfir stóru orðin“ í lagakeppni Hannesarholts og hlutu sérstök innanhúsverðlaun – og er því við hæfi að fyrstu útgáfutónleikar þeirra fari fram í því sögufræga húsnæði. Kosturinn við dulbúning er að hann getur staðið fyrir margt og þolað breytingar. Þannig eru textarnir á Smurðum fórnum flestir meira en tíu ára gamlir en lögin hafa tekið breytingum, uppbygging þeirra fengið að fljóta og útfærslan þróast með tímanum. Yrkisefni laganna eru af tilvistarlegum toga og hafa á sér ævintýralegan blæ. Silkikettirnir hlutu nýliðastyrk frá STEF og Hljóðritunarstyrk frá Rannís og var fjármagnið notað við vinnslu plötunnar. Að vinnslu plötunnar komu, auk þeirra Guðrúnar og Bergþóru; Bjarni Þór Jensson (upptökur og hljóðblöndun), Daníel Auðunsson (upptökur, hljóðblöndun og ýmis rafhljóðfæri), Karl Pestka (víóla) og Magnús Trygvasen Eliassen (slagverk). Arnar Guðjónsson sá um upptökur á slagverki. Þeir Daníel og Karl munu koma fram ásamt Silkiköttunum en Sólrún Mjöll Kjartansdóttir mun sjá um slagverk.

// English //

Silk cats release concert in Hannnesarholt, Grundarstigur 10, Friday October 27th at 8:30 p.m.

Bergþóra Einarsdóttir and Guðrún Hulda Pálsdóttir are friends who met while studying creative writing at the University of Iceland. They are hard working single mothers in their forties and together they form the band Silk Cats.

The history of the Silk Cats dates back to 2014 when Bergthóra was in the band Daughters of Reykjavík and Guðrún was trying out playing the double bass for the first time. Bergþóra began to weave lyrical lyrics over Guðrún’s bass lines for their own entertainment. Soon they performed their first song at the opening of the Reykjavík Arts Festival that same year.

Until now, the Silk Cats have preferred to get together to enjoy making music and occasionally share their hidden truths in house parties, but now the band has completed a six-track EP album, Smurðar fórnir (which can be translated as Anoined Sacrifices). They will celebrate the release with a concert October 27th.

In 2020, Silk Cats wrote the song “Andans dóttir” to the text of a poem by Hannes Hafsteins in Hannesarholt’s song competition. For that the band received a special indoor award – and it is therefore appropriate that their first release concert takes place in that historic building.

The themes of the songs are of an existential nature and have an adventurous feel.

Most of the lyrics on the EP are more than ten years old, but the songs have changed, their structure has been allowed to float and the execution has developed over time.

In addition to Guðrún and Bergþóra, the album was worked on; Bjarni Þór Jensson (recordings and sound mixing), Daníel Auðunsson (recordings, sound mixing and various electronic instruments), Karl Pestka (viola) and Magnús Trygvasen Eliassen (percussion). Arnar Guðjónsson recorded the percussion.

Daníel and Karl will perform together with the Silk Cats, while Sólrún Mjöll Kjartansdóttir will take care of percussion.

Upplýsingar

Dagsetn:
27/10/2023
Tími:
20:30 - 21:30
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map