Hleð Viðburðir

Skissuævintýrið er spennandi teikninámskeið fyrir börn þar sem farið verður í sögulegt ferðalag um Hannesarholt.Farið verður aftur til áranna þegar Ísland var í þann veg að verða sjálfstæð þjóð. Börnin fá að heyra ljóð Hannesar Hafstein um storma, þorra, sjóinn og ástina á Íslandi.

Hannesarholt er fullt af krókum og kimum sem hægt er að rannsaka. Börnin fá pappír og teiknigræjur og teikna upplifun sína af húsinu og söguferðalaginu. Börnin fullvinna síðan myndir uppá háalofti hússins undir handleiðslu Þóreyjar Mjallhvítar listakennara. Í lok dags verður svo haldin sýning á verkunum fyrir gesti og gangandi þar sem boðið verður uppá léttar veitingar.

Þórey Mjallhvít er myndlistamaður og myndlistakennari sem hefur magra ára reynslu af því að kenna börnum teikningu og myndsagnagerð. Markmið námskeiðsins er að njóta samverunnar og að allir læri eitthvað nýtt, hvort sem að það sé um teikningu eða sögu lýðveldissins.

Upplýsingar

Dagsetn:
26/04/2015
Tími:
12:30 - 14:30
Verð:
Free
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Baðstofuloftið í Hannesarholti
Grundarstígur 10
Reykjavík , 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904