Hleð Viðburðir

Soffía Sæmundsdóttir myndlistarkona opnar sýninguna Sögumálverk/Samferðamenn í Hannesarholti sunnudaginn 4. nóvember kl.16. Á sýningunni eru ný málverk og nokkur smáverk gerð á þessu ári í tilefni af Fullveldisafmælinu. Í sýningarskrá segir Soffía:

Í mínum verkum set ég ferðalanginn fram sem einskonar sögupersónu, klæddur í það sem gæti virkað sem þjóðbúningur, gæti verið danskur aðalsmaður, franskur dáti, lítill drengur, bjartsýniskona, ráðvillt manneskja, sögupersóna, og allt þar á milli. Samferðamaður í víðum skilningi með samning, landakort, sjónauka, jafnvægisslá eða göngustaf í hendi. Hvað þarf ferðalangur í 100 ár og hvert fer hann svo?

Soffía Sæmundsdóttir hefur verið virk á íslenskum myndlistarvettvangi undanfarinn áratug og á að baki ótal einka og samsýningar heima og heiman. Hún er kunn af málverkum sínum sem vísa í ákveðinn myndheim þar sem frásagnargleði, ferðalangar á eilífðarvegferð og landslag koma við sögu.

Soffía er með vinnustofu að Fornubúðum 8, við smábátahöfnina í Hafnarfirði sem er skapandi, vakandi vinnustofa og má finna upplýsingar á Soffía vinnustofa á facebook. https://www.facebook.com/soffiasart/

Upplýsingar

Byrja:
04/11/2018
Enda:
28/11/2018
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð