Hleð Viðburðir

Sögur af Ragnari í Smára

Miðvikudaginn 7. febrúar verða 120 ár liðinn frá fæðingu Einars Ragnars Jónssonar, sem er þó betur þekktur undir nafninu Ragnar í Smára. Hann var goðsögn í lifanda lífi; kraftmikill sveitastrákur úr Flóanum sem gerðist iðnrekandi, bókaútgefandi, málverkasafnari og lífið og sálin í íslensku tónlistarlífi um áratugaskeið. Í tilefni af þessum tímamótum efnir Hannesarholt óformlegs afmælisfagnaðar í tali og tónum. Jón Karl Helgason, sem þekkir vel til ferils afmælisbarnsins sem bakjarls íslensks menningarlífs, segir sögur af Ragnari og samferðafólki hans, auk þess sem Marteinn Sindri Jónsson bregður á leik með einstakar hljóðmyndir úr lífi Ragnars. Formleg dagskrá hefst klukkan 17.00 í Hljóðbergi, sal Hannesarholts, en kaffihúsið á jarðhæðinni er opið á undan fyrir þá sem vilja koma fyrr og skála fyrir afmælisbarninu.

Upplýsingar

Dagsetn:
7. febrúar
Tími:
17:00 - 18:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map