Sönghópurinn Veirurnar og Eyþór Árnason – Kórperlur og Ljóðlestur
13/06/2015 @ 17:00
| ISK2000KÓRPERLUR & LJÓÐLESTUR
SÖNGHÓPURINN VEIRURNAR & Eyþór Árnason skáld sameina krafta sína á þessu síðdegi. Stjórnandi Veiranna er Margrét S.Stefánsdóttir.
Sönghópurinn Veirurnar mun flytja íslenskar og erlendar kórperlur og inn á milli mun sérstakur gestur kórsins Eyþór Árnason skáld lesa uppúr nýútkominni ljóðabók sinni Norður. Veirurnar verða með geisladiska til sölu við innganginn. Enginn posi á staðnum.
Sōnghópurinn Veirurnar
Saga Veiranna er um margt ólík sögu annarra kóra. Lengi framan af aldri var hann stjórnandalaus, æfði ákaflega stopult og hélt ekki tónleika. Kórinn á sér engu að síður 25 ára farsæla sōgu og meira en helmingur kórfélaga hefur verið með frá upphafi. Til gamans má geta þess að flestir kórfélagarnir eru í öðrum kórum s.s. Óperukórnum, Dómkórnum, Karlakór Rangæinga, Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Kirkjukór Kálfholtskirkju, Kirkjukór Miðdalskirkju og Kirkjukór Vídalínskirkju. Veirurnar hafa gefið út tvo geisladiska Stemning og Jólastemning sem verða til sölu fyrir og eftir tónleikana.
Margrét S. Stefánsdóttir
stjórnandi Sönghópsins Veiranna hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar og síðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám hjá Rut Magnússon, Sieglinde Kahmann og Alinu Dubik og hefur lokið einsöngvara – og söngkennaraprófi. Margrét var einnig í píanónámi hjá Jónasi Ingimundarsyni. Margrét hefur víða komið fram sem einsöngari og stjórnar Söngsveit Hveragerðis. Hún starfar jafnframt sem söng – og píanókennari við Tónlistarskóla Árnesinga.
Eyþór Árnason skáld
er leikari og skáld. Eyþór er menntaður i leiklist frá Leiklistarskola Íslands og hefur starfað vid sviðsstjórn um árabil, starfaði í 20 ár frá 1987 sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og einnig hjá Saga film þar sem hann hefur starfað við marga af stærstu sjónvarpsvidðburdum og þáttum landsins. Eyþór var ráðinn fyrsti sviðsstjóri tónlistarhússins Hörpu fyrir opnun hússins. Eyþór hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Árið 2011 sendi hann frá sér ljóðabókina Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu. Eyþór mun flytja ljóð úr nýútkominni bók sinni Norður.
Kórperlur sem fluttar verða eru:
Ætti’ég hörpu, Lítill fugl, Sommarpsalm, Morgun, Eftermiddagslur og Kväll, Moon River, Illur lækur,Vinur, Drink to me only, Londonderry Air, Tvær stjōrnur, An Irish blessing, Java-Jive og Påls fuge.
Sönghópinn Veirurnar skipa:
Sópran
Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir
Hafdís Ásgeirsdóttir
Hildur Júlíusdóttir
María Aðalheiður Sigurðardóttir
Sigríður H. Gunnarsdóttir
Alt
Erla Þorsteinsdóttir
Gerður Magnúsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Pálína Vagnsdóttir
Tenór
Jón Ívars
Ríkharður G. Hjartarson
Sigurður Örn Sigurgeirsson
Þorleifur Rúnar Örnólfsson
Bassi
Eiður Ottó Guðlaugsson
Guðmundur Bjarnason
Pálmi Hilmarsson