Söngvamyndir – Myndlistarsýning Þorsteins Eggertssonar
13/05/2023 @ 15:00 - 16:00
Málverkasýningin SÖNGVAMYNDIR verður opnuð í Hannesarholti 13. maí næstkomandi kl. 15:00. Á henni eru tólf málverk eftir Þorstein Eggertsson, gerð eftir söngtextum sem hann hefur samið; Er hann birtist, Fagrar vatnadísir, Fjólublátt ljós við barinn, Gvendur á Eyrinni, Harðsnúna Hanna, Heim í Búðardal, Himinn og jörð, Mamma grét, Ólsen Ólsen, Rabbarbara-Rúna, Það blanda allir landa upp til Stranda og Þrjú tonn af sandi. Flestar myndanna verða til sölu. Áður en sýningin hefst; kl. 14:00, munu hjónin Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson stjórna fjöldasöng þar sem hluti áðurnefndra söngtexta verða á efnisskránni. Frítt inn.
Veitingahúsið er opið frá 11.30-16.00.