SÖNGVAR ÚR LJÓÐAKVERINU „Á VÍÐUM VÖLLUM“
30/10/2020 @ 20:00 - 21:00
Gunnar Guttormsson gaf út fyrr á þessu ári ljóðakverið „Á víðum völlum“ sem inniheldur þýðingar á norrænum sönglögum. Á þessarri kvöldstund verða flutt nokkur sönglög við þýdda texta úr ljóðakverinu.
Gunnar raular nokkrar söngvísur við undirleik Björgvins Gíslasonar gítarleikara, Páls Einarssonar bassaleikara og Reynis Jónasonar harmonikkuleikara. Einnig syngur tvöfaldur kvartett úr Karlakór Reykjavíkur nokkur lög við ljóð sem Gunnar hefur þýtt fyrir kórinn. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson.
Í formála að ljóðakverinu kemst Gunnar m.a. svo að orði:
Það er alþekkt að fólk sem lætur af störfum finni sér eitthvað til að dunda við á efri árum. Meðal þess sem ég tók mér fyrir hendur eftir starfslok 2001 var að reyna að þýða eða endurkveða söngljóð af ýmsu tagi og þá gjarnan ljóð sem sótt eru til frændþjóða okkar á öðrum Norðurlöndum. – Í félaginu Vísnavinir sem löngu er aflagt og síðar í norrænu samstarfi af ýmsum toga, kynntist ég ýmsum þessara söngva. Sama á við um þátttöku í starfi ýmissa blandaðra kóra, þ.á m. Óperukórsins. Í Karlakór Reykjavíkur hef ég verið frá 1968 og starfað með Eldri félögum kórsins um 40 ára skeið. – Allt hefur þetta átt sinn þátt í því að beina huga mínum að norrænum söngljóðum.