Spúggujól 2017 – höfundar syngja og spila
21/12/2017 @ 17:00
Eruð þið orðin leið á að hlusta á rithöfunda lesa upp úr bókum sínum? Tapið þið stundum þræðinum, botnið ekkert í samhenginu og vilduð óska að höfundarnir myndu frekar bresta í söng og spila hátíðlega hljóma – til að tóna við hlýjuna í hjarta ykkar?
Spúggulegu* höfundahjónin Yrsa Þöll og Gunnar Theodór fagna vetrarsólstöðum í Hannesarholti, syngja vel valin jólalög (sum hver í glænýjum þýðingum) og jú, plögga bækur í leiðinni, segjum það líka hreint út. Allir velkomnir! Guðdómlegir gestasöngvarar verða tilkynntir síðar, en öllum verður frjálst að dansa og syngja með. Happy hour á kaffihúsinu og jólastuð í bænum. Aðgangur ókeypis.
* Skilgreining á orðinu “spúggulegur”: http://slangur.snara.is/