2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Spútnikk Strengjakvartett heldur hádegistónleika í Hannesarholti á Sjómannasunnudaginn 7. júní kl.12.15.

Á efnisskránni eru Strengjakvartett opus 54 no.1 eftir Joseph Haydn.

1.kafli Allegro con brio

2.kafli Allegretto

3.kafli Menuetto og Trio

4.kafli Finale Presto

Strengjakvartettinn Spúttnik var stofnaður árið 2018. Meðlimir í Spúttnik eru fiðluleikararnir Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir, víóluleikarinn Vigdís Másdóttir og sellóleikarinn Gréta Rún Snorradóttir. Kvartettinn hefur komið fram við ýmis tækifæri frá stofnun hans og nú síðast á tónleikum í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þann 1. nóvember 2019. Spúttnik hefur verið í nánu samstarfi við fiðlusmiðinn Jón Marinó Jónsson og leikið við hin ýmsu tækifæri á hljóðfæri hans, sum í eigu hljóðfæraleikaranna sjálfra eða fengin að láni.

Sjá nánar á: http://icelandstringquartet.com/

Veitingastofurnar í Hannesarholti eru opnar frá 11.30-17 alla sunnudaga.

Upplýsingar

Staðsetning

  • Grundarstígur 10
    Reykjavík, 101 Iceland
    + Google Map
  • Phone 5111904
Go to Top