Hleð Viðburðir

Ástvaldur Zenki Traustason er píanóleikari og Zen kennari. Hann mun á þessum tónleikum leiða tónleikagesti á vit hins óþekkta í gegnum tónlist og tal – býður á stefnmót við lífið.

„Við lifum í frjálsu falli, vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hefur þú hugrekki til að vita ekki?“ -Zenki

Með honum leika tónlistamennirnir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott Mclemore á trommur og slagverk.
Ástvaldur hefur gefið út tvo geisladiska: Hymnasýn og Hljóð og hlaut tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir lagið Heima.

Upplýsingar

Dagsetn:
2. mars
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map