This event has passed.
Syngjum saman
18/12/2016 @ 15:00
| kr.1000Ungar tónlistarkonur stýra jólalegum samsöng sunnudaginn 18 desember. Textum verður varpað á tjald; allir taka undir og syngja í sig jólastemmningu.
Um tónlistarkonurnar:
Agnes Andrésardóttir byrjaði tónlistarferil sinn í Suzuki tónlistarskólanum Allegro sex ára gömul þar sem hún lærði á fiðlu hjá Lilju Hjaltadóttur og síðar hjá Bryndísi Pálsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún byrjaði einnig snemma að syngja í ýmsum kórum og hefur verið meðlimur í Graduale Futuri í Langholtskirkju, Stúlknakór Reykjavíkur, Gradualekór Langholtskirkju og er nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Guðrún Gígja Aradóttir byrjaði að læra á fiðlu fimm ára gömul í Tónlistarskólanum í Gravarvogi en stundar nú nám hjá Auði Hafsteinsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Sólborg Birgisdóttir hefur lært á píanó frá fimm ára aldri. Hún lærði fyrst hjá Hönnu Valdísi Guðmundsdóttur við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík en hefur síðastliðin ár verið nemandi Svönu Víkingsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1500 kr.