Hleð Viðburðir

Sigurður Helgi Oddsson, tónskáld og píanóleikari, frumflytur einsöngslög sín ásamt sópransöngkonunni Unni Helgu Möller. Lögin eru samin við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu skáldkonu og fleiri íslenskra ljóðskálda.

Sigurður Helgi Oddsson lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 2004 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri tveimur árum síðar. Frá 2008 til 2011 stundaði hann tónlistarnám í Berklee College of Music í Boston, Bandaríkjunum, og lauk þaðan B.Mus. gráðu í píanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðum. Hann hefur siðan þá starfað sem undirleikari, stjórnandi og kennari á hinum ýmsu sviðum tónlistargeirans.

Unnur Helga Möller er fædd og uppalin fyrir norðan. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 2005 og burtfararprófi í söng frá Tónlistarskólanum á Akureyri ári síðar. Frá 2007 til 2011 stundaði hún nám í óperusöng og sviðslistum við Universität Mozarteum í Salzburg, Austurríki, og Hochschule für Musik und Theater í Leipzig, Þýskalandi. Að námi loknu sneri hún aftur heim til Íslands og hefur síðan þá m.a. sungið í kór Íslensku óperunnar og með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ásamt því að koma fram sem einsöngvari við hin ýmsu tækifæri.

Í Hannesarholti miðvikudaginn 21. september kl. 20:00.

Verð kr. 2000

Allir hjartanlega velkomnir.

Veitingastofurnar eru opnar frá kl.18.30 og tilvalið að gera sér glaðan dag og fá sér fisk dagsins á undan tónleikunum. Borðapantanir til kl. 16 í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Miðar á tónleikana eru seldir á midi.is

Upplýsingar

Dagsetn:
21/09/2016
Tími:
20:00
Verð:
kr2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/9750/Svipmyndir

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website