

Syngjum saman
12/03/2017 @ 15:00
| kr.1000Söngstundin í mars verður í höndum Möggu Stínu Blöndal, tónlistarkonu og tónmenntakennara. Hannesarholt vill hlúa að sönghefðinni og stendur þess vegna fyrir klukkustundarlöngum samsöng fyrir almenning mánaðarlega og fær til þess stjórnendur úr ýmsum áttum. Magga Stína er þekkt fyrir líflegan flutning og starfar m.a.við að glæða áhuga barna á tónlist. Það verður ekki leiðinlegt að verja klukkustund á sunnudegi undir hennar stjórn. Textar á tjaldi til upprifjunar.
Börn fá frítt inn með fullorðnum, sem greiða 1000 kr aðgangseyri. Veitingahúsið á 1.hæð er opið til kl.17.