2025-12-07T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Sunnudaginn 17. janúar klukkan 15.00 er fyrsta söngsstundin á nýju ári.

Allir syngja með sínu nefi, en tónlistarmaðurinn Reynir Jónasson leikur af fingrum fram á harmónikku og leiðir stundina.

Textar birtast á skjá til upprifjunar og allir taka undir.

Hannesarholt vill leggja lóð á vogarskálar til að viðhalda sönghefð þjóðarinnar. Þess vegna er leitast við að bjóða uppá samsöng að jafnaði einu sinni í mánuði. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

Nú hækkar sól á lofti og söngurinn opnar hjartað.

Veitingastofurnar eru opnar frá klukkan 11.00 – 17.00

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top