Hleð Viðburðir

Syngjum saman í Hannesarholti á sjómannadaginn með frændunum og Jóhanni Vilhjálmssyni og Gunnari Kr Sigurjónssyni. Þeir eru gestum Hannesarholts að góðu kunnir, enda hafa þeir stjórnað söngstundinni áður af mikilli snilld. Þeir bræðrasynir ólust upp við tóna systkinanna Ellyar og Vilhjálms, enda er var Vilhjálmur faðir Jóhanns og Elly föðursystir þeirra beggja. Jóhann hefur verið í kórum allt frá blautu barnsbeini og Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina, jafnframt því að sinna útgáfustarfsemi og sýna töfrabrögð ýmiss konar.

Hannesarholt hefur síðastliðin sjö ár reglulega haldið úti fjöldasöng fyrir allar kynslóðir, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Börn fá frítt í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 aðgangseyri. Í heimsfaraldri var gefið í og streymt frá söngstundinni alla sunnudaga. Nú fögnum við því að geta fengið fólk í hús sem vill taka þátt á staðnum.

Veitingahúsið á hæðinni fyrir ofan er opið frá 11-17 allar helgar. Sumarseðill.

Upplýsingar

Dagsetn:
07/06/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904