Hleð Viðburðir

Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Hannesarholt vill leggja sitt af mörkum til að hlúa að sönghefðinni og bjóða uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, Íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks.  Næsta söngstund verður haldin sunnudaginn 3.nóvember kl.16, og mun Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri leiða sönginn í um klukkustund, Karl Olgeirsson spilar undir á píanó  og Jón Rafnsson á bassa. Textar munu birtast á skjá. Aðgangseyrir er  kr.1000.

Borðstofan verður opin á fyrstu hæð hússins, og hægt verður að fá sér kaffi og meðlæti á undan eða eftir.

Hér má sjá myndband frá fyrstu söngstundinni: http://youtu.be/Dmzbs28RWQ4

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
03/11/2013
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/7920/

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg