
Syngjum saman í Hannesarholti í jólagírnum með Þráni Árna
6. desember @ 14:00 - 15:00
Þráinn Árni snýr aftur í Hannesarholt með jólasamsöng laugardaginn 6.desember kl.14.
Það er fátt betra og mikilvægara en að syngja. Það er okkur því mikið hjartans mál að hafa samsöng í Hannesarholti hvar gestir geta tekið þátt og gengið svo til betri stofu og fengið sér heitt súkkulaði og bakkelsi í fallegu og hlýju umhverfi. Þráinn Árni mætir með kassagítarinn og stýrir jólasamsöngnum, textum verður varpað upp á skjá og jólaandinn mun svífa yfir. Ókeypis inn og allar kynslóðir velkomnar.
