2026-01-30T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Syngjum saman í Hannesarholti verður í öruggum höndum Hörpu Þorvaldsdóttur tónlistarkonu og tónmenntakennara laugardaginn 20.maí kl.14. Harpa hefur brennandi áhuga á almennri söngiðkun og leiðir nemendur sína í Laugarnesskóla reglulega í samsöng á sal og hlúir einnig að söngiðkun eldri borgara í hverfinu sínu. Auk þess er hún á kafi í tónlistarsköpun og flutningi með hljómsveitinni Brek.

Leiðum saman kynslóðirnar í söng og ræktum menningararfinn. Textar á tjaldi til að allir geti sungið með. Aðgangseyrir ókeypis.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top