SYNGJUM SAMAN Í HANNESARHOLTI MEÐ HÖRPU ÞORVALDSDÓTTUR
17/01/2021 @ 14:00 - 15:00
Hannesarholt hefur ræktað sönghefð þjóðarinnar frá stofnun 2013 og býður uppá söngstund annan hvern sunnudag, þar sem textar birtast á tjaldi og allir syngja með. Sönginn leiðir tónlistarfólk með fjölbreyttan bakgrunn. Streymt er frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts, en einnig eru gestir velkomnir þegar sóttvarnir leyfa. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.
Harpa Þorvalsdóttir tónlistarkona, lagahöfundur og tónmenntakennari hefur leikinn á nýju ári, sunnudaginn 17.janúar kl.14. Hún er kórstjóri í Laugarnesskóla í Reykjavík og sér meðal annars um morgunsöng þar á hverjum morgni auk samsöngsstunda á Hrafnistu í Reykjavík þegar færi gefst. Söngurinn er henni mikið hjartans mál, sem sameinar kynslóðir, varðveitir tungumálið og hressir bætir og kætir. Harpa er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Brek. Harpa heldur utanum söngstundirnar í Hannesarholti.
Veitingastofurnar eru opnar alla daga frá kl.11.30-17 og helgardögurður er framreiddur til kl.14.30.