Hleð Viðburðir

Syngjum saman í Hannesarholti verður í öruggum höndum frændanna Jóhanns Vilhjálmssonar og Gunnar Kr. Sigurjónssonar sunnudaginn 18.október kl.14 í beinu streymi á fésbókarsíðu Hannesarholts. Þeir frændur hafa nokkrum sinnum áður leitt söngstundina í Hannesarholti af mikilli leikni og smita okkur öll af sönggleði. Jóhann hefur verið í kórum allt frá blautu barnsbeini og Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina, jafnframt því að sinna útgáfustarfsemi og sýna töfrabrögð ýmiskonar.

Veitingahúsið í Hannesarholti er ekki opið þessa dagana vegna veiruvandans, en öllum er frjálst að njóta með okkur á netinu og syngja með okkur að heiman.