
Syngjum saman í Hannesarholti með Jóhanni Vilhjálms og Gunnari Kr.Sigurjónssyni
4. október @ 14:00 - 15:00
Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 4.október 2025 kl.14 með frændunum Jóhanni Vilhjálmssyni og Gunnari Kr. Sigurjónssyni. Þeir eru gestum Hannesarholts að góðu kunnir, enda hafa þeir stjórnað söngstundinni áður af mikilli snilld. Þeir bræðrasynir ólust upp við tóna systkinanna Ellyjar og Vilhjálms, enda var Vilhjálmur faðir Jóhanns og Elly föðursystir þeirra beggja. Jóhann hefur verið í kórum allt frá blautu barnsbeini og Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina, jafnframt því að sinna útgáfustarfsemi og sýna töfrabrögð ýmiskonar.
Textar á tjaldi og allir syngja með. Streymt verður frá stundinni fyrir þá sem ekki geta verið með. Öll velkomin.
