
Syngjum saman með Jóhönnu V.Þórhallsdóttur og Aðalheiði Þorsteinsdóttur
18. október @ 14:00 - 15:00
Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýra Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 18.október 2025 kl.14.
Þær hafa unnið saman um árabil. Þær stjórnuðu Léttsveit Reykjavíkur í fjölda ára, sungu saman og spiluðu á plötur og geisladiska, spiluðu í latínó hjómsveitum á böllum og skemmtunum. Nú ætla þær að halda uppi fjöri og samsöng með gömlum og góðum dægurlögum. Gaman þætti þeim að fá gamla og góða vini til að lífga uppá samsönginn. Streymt verður frá stundinni fyrir þá sem ekki ekki geta mætt. Gott aðgengi er fyrir fatlaða. Öll eru hjartanlega velkomin. Enginn aðgangseyrir.



