Hleð Viðburðir

Hannesarholt býður söngstundir í beinu streymi alla sunnudaga kl.14 á meðan veiruvandinn geisar. Sunnudaginn 15. nóvember stjórna stundinni Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson. Þau flytja gjarnan ýmis lög sem fólk syngur þegar það kemur saman og skemmtir sér.

Bæði hafa þau fengist við tónlist frá unga aldri og saman hafa þau brallað ýmislegt á tónlistarsviðinu. Margrét stjórnar til dæmis Múltíkúltíkórnum, fjölþjóðlegum sönghópi kvenna, og Ársæll hefur leikið á gítar við ýmis tækifæri og með alls kyns hljómsveitum, svo sem Stórsveit Reykjavíkur og Bítilbræðrum.

Upplýsingar

Dagsetn:
15/11/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904