Hleð Viðburðir

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar, sönghefðinni, og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks, eins og við höfum gert frá stofnun 2013, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Gestir eru nú velkomnir í sal, en einnig er streymt frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Söngkonan Marína Ósk og gítarleikarinn Mikael Máni stýra Syngjum saman í annað sinn í Hannesarholti sunnudaginn 14.mars kl.14. Þau hafa starfað saman í rúm 6 ár sem dúettinn Marína & Mikael. Þau hafa getið sér gott orð á Íslenskri tónlistarsenu síðustu ár en fyrsta plata þeirra, “Beint heim” var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem jazzplata ársins 2018, auk þess sem sólóplötur þeirra beggja voru tilnefndar árið 2020.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11.30-17 alla daga nema mánudaga. Heigardögurður framreiddur til kl.14.30. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Kaupa miða