Syngjum saman í Hannesarholti með Marínu Ósk
04/03/2023 @ 14:00 - 15:00
Syngjum saman í Hannesarholti með Marínu Ósk laugardaginn 4.mars kl.14. Söngkonan og laga-/textasmiðurinnMarínaÓskmætir með gítarinn og leiðir ljúfa söngstundina í Hannesarholti þann 4.mars 2023 kl.14:00. Textar á tjaldi og allir syngja með.
MarínaÓskhefur verið öflug á íslenskri tónlistarsenu síðustu ár og hlotið fyrir framlag sitt og útgáfur alls fimm tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna.Marínaer fjölhæf söngkona og flytur alls kyns tónlist, þótt hún hafi helst einbeitt sér að jazztónlist og íslenskri dægurlagatónlist síðustu ár.Marína,sem er með Mastersgráðu í jazztónlist frá Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi, gaf út aðra sólóplötu sína haustið 2022 hjá sænska plötufyrirtækinu TengTones, en það var jazzplatan “One Evening in July” sem streymt hefur verið meira en 700.000 sinnum á streymisveitum og er nær uppseld á vínyl.Marínastarfar einnig sem söngkennari við frábæran orðstýr