SYNGJUM SAMAN Í HANNESARHOLTI MEÐ SVENNA ÞÓR
10/05/2020 @ 14:00 - 15:00
Loksins getum við aftur boðið fólki að mæta í Hannesarholt til að taka þátt í Syngjum saman. Aðeins 25 miðar í boði til að hægt sé að virða 2m regluna. Endilega hringið til að panta miða í síma 511-1904.
Hannesarholt hefur hlúð að söngarfi landsmanna síðustu sjö árin með því að bjóða uppá samsöng undir stjórn kunnáttufólks, þar sem textar eru á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.
Loks er hægt að bjóða fólki að taka þátt á staðnum, auk þess sem streymt verður frá söngnum svo að fólk geti tekið þátt að heiman. Að þessu sinni leiðir sönginn Svenni Þór, sem hefur starfað sem tónlistarmaður í yfir 10 ár. Hann hefur unnið með sumum af þekktustu tónlistarmönnum Íslands. Hann hefur gefið út tónlist sem hægt er að njóta á youtube og eins hefur hann gefið út með hljómsveitinni „Nýju fötin Keisarans“ og er nýjasta lagið þeira að koma út núna 15. maí.
Hannesarholt verður opið frá kl.11.30-17 þennan dag eins og aðra helgardaga á næstunni.