Hleð Viðburðir

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar, sönghefðinni, og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks, eins og við höfum gert frá stofnun 2013. Streymt er frá stundinni á fésbókarsíðu Hannesarholts, en einnig eru gestir velkomnir þegar sóttvarnir leyfa. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Mæðgurnar og kórstjórarnir Þórunn Björnsdóttir og Þóra Marteinsdóttir, stýra söngstundinni sunnudaginn 28.febrúar kl.14. Þær hafa báðar gert það að ævistarfi sínu að rækta sönghefðina meðal íslenskra ungmenna, og eiga samanlagða um fimmtíu ára reynslu af kórastarfi, lengst af á Kársnesi. Þórunn startaði Syngjum saman í Hannesarholti með okkur á vorönn 2013 og Þóra samdi lag við ljóð Hannesar Hafstein Fjalldrapi, sem frumflutt var fyrir rúmu ári síðan, á afmælisdegi Hannesar Hafstein, 4.desember.

Veitingastofurnar eru opnar frá 11.30-17 alla daga nema. Helgardögurður framreiddur til kl.14.30.

Upplýsingar

Dagsetn:
28/02/2021
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904