Hleð Viðburðir
Björg Birgisdóttir söngkona og Jón Elísson píanóleikari munu leiða Syngjum saman í Hannesarholti, þann 29 mars, með slögurum sem allir þekkja. Tekin verða lög með heimsþekktum tónlistarmönnum eins og bítlunum, ABBA, Elton John og fleirum. Textar á tjaldi svo allir geti tekið undir, ungir og gamlir.
Jón hefur spilað með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna víða um heim.
Björg hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, bæði hérlendis og víðar í Evrópu.
Björg og Jón starfa nú saman í Sönghúsi Domus Vox hjá Margréti Pálmadóttur og njóta þess að miðla til upprennandi nýs tónlistarfólks.
Enginn aðgangseyrir.
Veitingahúsið í Hannesarholti er opið frá kl.11.30-16.00

Upplýsingar

Dagsetn:
29. mars
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map