SYNGJUM SAMAN MEÐ BRAGA ÁRNASYNI
03/05/2020 @ 14:00 - 15:00
Hannesarholt hlúir að söngarfinum með því að bjóða uppá fjöldasöng tvisvar í mánuði að jafnaði yfir vetrartímann. Söngvaskáldið og leikarinn Bragi Árnason stjórnar söngstundinni sunnudaginn 3.maí kl.14. Hann er þaulreyndur skemmtikraftur sem hefur sett á svið tvo söngleiki hérlendis og í Evrópu, gefið út eigin tónlist og leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á Íslandi og í Bretlandi þar sem hann nam og starfaði um árabil.
Bragi leiða samsöng í sínum uppáhaldsdægurlögum sem lifað hafa með kynslóðum okkar tíma, Hauk Morthens, Stuðmenn, Brimkló og Bubba, en auk þess mun hann taka fyrir lög úr söngleikjum, þýdd yfir á íslensku og eru löngu orðin húsgögn á hverju heimili þjóðarinnar.
Að venju birtast textar á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Veitingahúsið í Hannesarholti er opið á sunnudögum frá 11.30-17.