Syngjum saman með Hörpu Þorvaldsdóttur
21. september @ 14:00 - 15:00
Harpa Þorvalds stýrir Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 21. september kl.14.
Harpa er verkefnastjóri list- og menningartengdra verkefna á Grunnskólaskrifstofu Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og stýrir þar á meðal verkefninu Syngjandi skóli. Áður starfaði hún sem tónmenntakennari og kórstjóri við Laugarnesskóla í Reykjavík. Auk þess hefur Harpa stjórnað vikulegum söngstundum á Hrafnistu frá árinu 2018, haldið utan um viðburðinn Syngjum saman í Hannesarholti á árum áður og er sjálfstætt starfandi tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Brek.
Textar á tjaldi svo allir geta sungið með. Allar kynslóðir velkomnar. Ókeypis aðgangur