SYNGJUM SAMAN MEÐ INGÓLFI STEINSSYNI
21/10/2018 @ 14:00 - 15:00
Hannesarholt hlúir að söngarfinum með því að standa fyrir samsöng einu sinni til tvisar í mánuði. Ingólfur Steinsson leiðir samsönginn sunnudaginn 21.okt. kl.14. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur.
Ingólfur hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri. Hann er einkum þekktur fyrir starf sitt í söngsveitinni Þokkabót en hefur einnig á síðari árum gefið út plötur og bækur á eigin vegum. Ingólfur stóð ásamt systkinum sínum, börnum Arnþrúðar og Steins í Tungu, tvívegis fyrir kvöldvöku í Hannesarholti í fyrra undir heitinu Tungu mál. Þar rifjuðu þau upp æskuárin á Seyðisfirði í tali og tónum.