Hleð Viðburðir

Síðasta söngstund ársins verður í höndum Margrétar Pálsdóttur og Múltíkúltíkórsins. Eins og venja er til er frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir eftir föngum og syngja með sínu nefi í takt við hina. Sungin verða jólalög frá ýmsum Evrópulöndum, Asíu, Afríku og Norður- og Suður-Ameríku, á upprunalegum málum og í vinsælum þýðingum.

Múltíkúltíkórinn er fjölþjóðlegur sönghópur kvenna sem búsettar eru hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Stjórnandi Múltíkúltíkórsins er Margrét Pálsdóttir og meðleikarar Ari Agnarsson (harmónikka og píanó), Ársæll Másson (gítar) og Rafael Cao Romaro (slagverk).“

Veitingastofurnar í Hannesarholti eru opnar á sunnudögum frá 11.30-17 og því er kjörið að gæða sér á dögurði eða gæðabakkelsi á undan eða eftir söngstundinni.

Upplýsingar

Dagsetn:
16/12/2018
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904