Hleð Viðburðir

Söngstundin í Hannesarholti verður í höndum Snorra Helgasonar tónlistarmanns sunnudaginn 25.mars kl.14. Hannesarholt vill með þessum söngstundum hlúa að söngarfi þjóðarinnar og þar er Snorri á heimavelli, enda ólst hann upp við tónlistariðkun föður síns í Ríó tríó. Sjálfur er hann farinn að sinna tónlistaruppeldi á sínu eigin heimili, með nýfæddan frumburðinn. Snorri hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin nýlega fyrir plötu sína „Margt býr í þokunni“, sem inniheldur safn nýrra þjóðlaga.

Í söngstundinni stjórnar fjöldasöng í klukkutíma, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir með sínu nefi. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Veitingahúsið í Hannesarholti er opið frá 11.30-17 og hefur í boði dögurð á undan söngstundinni og kaffi með meðlæti á eftir.

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
25/03/2018
Tími:
14:00
Verð:
kr.1000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website