This event has passed.
Syngjum Saman með Tótu Björns
7. desember @ 14:00 - 15:00
Þórunn Björnsdóttir stýrir Syngjum saman í Hannesarholti laugardaginn 20.apríl kl.14. Tóta Björns, eins og hún er oftast kölluð, stýrði kórstarfi í Kársnesskóla í yfir fjörtíu ár og var öflug í uppbyggingu barnakórastarfs á Íslandi. Með henni í Hannesarholti verða eldri borgarar úr Kópavogi, sem Tóta leiðir í söng einu sinni í viku í vetur. Textar á tjaldi og allir syngja með. Streymt verður frá söngstundinni. Allar kynslóðir velkomnar. Frítt inn.
Hannesarholt hefur haldið úti samsöng frá opnun, vorið 2013, og það var einmitt Tóta sem hóf þá vegferð með okkur. Við höfum streymt frá fjölda söngstunda, sem má njóta á fésbók og á heimasíðu Hannesarholts www.hannesarholt.is