Hleð Viðburðir

Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása til sinna fyrstu systkinatónleika. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við.

Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Halldór Smárason semur við ljóð Steinunnar Finnbogadóttur, sérstaklega fyrir þetta tækifæri.

Meðleikari á tónleikunum er Hólmfríður Sigurðardóttir.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16, þann 22. febrúar. Miðaverð er 1.500 krónur.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til neyðarsjóðs ABC barnahjálpar.

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar en tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar. Neyðarsjóður ABC barnahjálpar styður við þau börn sem ekki hafa stuðningsaðila og grípa inn í þegar neyðartilfelli koma upp.

Hægt er að gefa í neyðarsjóð með því að millifæra á reikning:
344-26-1000
kt. 6906881589

Miðar eru seldir á midi.is

Kristín

Kristín Sveinsdóttir hóf að syngja árið 1997 með Krúttakór Langholtskirkju. Síðan þá söng hún með öllum kórum kirkjunnar og kom þar oft á tíðum fram sem einsöngvari. Frá unglingsaldri sótti Kristín einsöngstíma til Hörpu Harðardóttur og lauk svo burtfararprófi undir hennar leiðsögn haustið 2013 frá Söngskólanum í Reykjavík. 2013-2014 sótti Kristín einnig söngtíma til Sigríðar Ellu Magnúsdóttur. Nú í haust hóf Kristín bachelornám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg undir leiðsögn Prof. Margit Klaushofer. Kristín söng bakraddir inn á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og tók svo þátt í þriggja ára heims- og tónleikareisu sem fylgdi á eftir plötunni. Kristín tók einnig þátt í að stofna sönghópinn Lyrika og starfaði með honum þar til leiðin lá til Vínar.

Guðfinnur
Guðfinnur hóf að syngja árið 2009 með Kór Langholtskirkju. Hann hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík haustið 2014 og nemur nú við framhaldsdeild undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Halldórsdóttur. Guðfinnur hefur stundað píanónám við Tónskóla Sigursveins undir leiðsögn Júlíönu Rúnar Indriðadóttur sem og hjá Mörtu Liebana, við CvA í Amsterdam. Guðfinnur spilar einnig á gítar og leikur m.a. á gítar og hljómborð í hljómsveitinni For a Minor Reflection.

Upplýsingar

Dagsetn:
22/02/2015
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
ISK1.500
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/8773/Systkinatonleikar_i_Hannesarholti

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
Phone
5111904
View Staðsetning Website

Skipuleggjandi

Guðfinnur Sveinsson