This event has passed.
„Talaðu lágt, því að tíminn er naumur“
16/04/2014 @ 20:30 - 22:00
Tónleikar með söngkonunni og píanóleikaranum Margréti Júlíönu Sigurðardóttur ásamt hljómsveit sem skipuð er gítarleikurunum Magnúsi R. Einarssyni og Eðvarði Lárussyni, bassaleikaranum Pétri Sigurðssyni og trommuleikaranum Karli Pétri Smith verða haldnir í Hannesarholti miðvikudagskvöldið 16 apríl klukkan 20.00. Sérstakur gestur á tónleikunum er bróðir Margrétar, Þórhallur Sigurðsson.Á tónleikunum í Hannesarholti flytur Margrét eigið efni, bæði frumsamin lög og eldri sem hér eru færð í nýjan búning, hljóðheim sem er í senn ættaður frá Hawai og Hornströndum. Sungið er um mánafljótið, síðasta lag fyrir lokun og daga víns og rósa en í fjarska heyrist hvíslað „Talaðu lágt, því að tíminn er naumur.“Miða á tónleikana er hægt að kaupa á midi.is og við innganginn.Aðgangseyrir 1500 kr (1000 kr fyrir nemendur, öryrkja og ellilífeyrisþega).