Hleð Viðburðir
Tónleikar með söngkonunni og píanóleikaranum Margréti Júlíönu Sigurðardóttur ásamt hljómsveit sem skipuð er gítarleikurunum Magnúsi R. Einarssyni og Eðvarði Lárussyni,  bassaleikaranum Pétri Sigurðssyni og trommuleikaranum Karli Pétri Smith verða haldnir í Hannesarholti miðvikudagskvöldið 16 apríl klukkan 20.00.   Sérstakur gestur á tónleikunum er bróðir Margrétar, Þórhallur Sigurðsson. 
 
Á tónleikunum í Hannesarholti flytur Margrét eigið efni, bæði frumsamin lög og eldri sem hér eru færð í nýjan búning,  hljóðheim sem er í senn ættaður frá Hawai og Hornströndum.  Sungið er um mánafljótið,  síðasta lag fyrir lokun og daga víns og rósa en í fjarska heyrist  hvíslað „Talaðu lágt,  því að tíminn er naumur.“  
 
Miða á tónleikana er hægt að kaupa á midi.is og við innganginn.
Aðgangseyrir 1500 kr  (1000 kr fyrir nemendur, öryrkja og ellilífeyrisþega). 

 

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
16/04/2014
Tími:
20:30 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hljóðberg