Hleð Viðburðir

Sársauki er óumflýjanlegur, þjáningin er valkostur er yfirskrift fyrirlestrar sem Högni Óskarsson geðlæknir mun flytja í Hannesarholti þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00. Hann er sá þriðji í fyrirlestraröðinni Hvernig heilsast þjóðinni? sem hefur verið á dagskrá í Hannesarholti  í haust, í umsjá Arnórs Víkingssonar, gigtarlækis.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um þjáninguna í tengslum við þunglyndi, dauðaóskir og sjálfsvígshættu. Fjallað verður um tíðni sjálfsvíga, áhættuhópa og um forvarnir og meðferð.

Þjáningin er ríkur þáttur í vestrænni menningararfleifð, í trúarbragðasögunni jafnt sem í hetjusögum og ævintýrum. Þjáning er hluti af lífinu og lífið er hverfult, er ein af grunnkenningum Búddah. Þjáningin togast á við vellíðan og draum okkar um stöðuga hamingju. Hún getur sprottið upp úr sjúkdómum eða slysum, óstöðugri félagslegri stöðu, missi og sorg eða ófullnægðum þörfum. Við leitumst stöðugt við að útrýma þjáningunni úr lífi okkar, en dæmum okkur þannig til að viðhalda henni.

Sú stund getur komið í lífi margra að þjáningin  verður svo yfirþyrmandi að þeir sjá þá einu lausn að taka skrefið út úr lífinu. Sumir stíga skrefið, aðrir ekki. Aðdragandinn er oftast allnokkur en framkvæmdin er oft gerð í skyndigeðshræringu, stundum eftir langa baráttu við þunglyndi og vonleysi, sem endar í uppgjöf.  Sem betur fer eru sjálfsvíg tiltölulega fátíð. Miklu fleiri eru þeir sem sleppa lifandi úr þessari lífshættulegu vegferð.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
03/12/2013
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Arnór Víkingsson

Staðsetning

Hljóðberg