ÞRÁNDUR ÞÓRARINSSON BORGARMYNDIR
06/10/2018 - 01/11/2018
Í tilefni af fertugsafmæli sínu efnir Þrándur Þórarinsson listmálari til sýningar og hátíðarhalda í Hannesarholti, laugardaginn 6. október. Verða þar spánný verk uppi um alla veggi og rjáfur. Dýrirndi sem listamaðurinn hefur dregið upp úr hugskotum og sálarfylgsnum sínum með ærinni fyrirhöfn og dedúað við af leikni og natni. Borgarlandslagið er sem fyrr í fyrirrúmi á þessari sýningu, í bland við mannlífslýsingar, kyrralífsmyndir og portrett af vinum listamannsins.
Afhjúpuð verður mynd af stórbóndanum og rokkstjörnuni Prins Póló, en þeir Þrándur unnu náið saman í áraraðir, og verður prinsinn sérlegur heiðursgestur á sýningunni. Þrándur fæddist það herrans ár 1978. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Menntaskólans á Akureyri um tveimur áratugum síðar. Hann hvarf frá námi við Listaháskóla Íslands og gerðist lærlingur norska kitch-málarans Odd Nerdrum í ein þrjú ár. Þá hefur hann lokið Mesitaranámi í heimspeki. Þrándur hefur unnið einvörðungu við það að lita og föndra myndir svo árum skiptir.