Hleð Viðburðir

Leikhúslistakonur 50+ leiklesa verkið Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson í leikstjórn Sveins Einarssonar í Hljóðbergi föstudaginn 26. apríl kl.20 og sunnudaginn 28.apríl kl.16. Veitingahúsið er opið fram að sýningu báða dagana. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Verkið er hluti af leiklestrum hópsins á verkum Odds Björnssonar undir stjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur í Hannesarholti á vorönn og er síðast í röðinni.

Þrettánda krossferðin er síðasta verk Odds og að margra dómi hans merkasta og torráðnasta. Leikstjórinn Sveinn Einarsson fylgdist með tilurð verkisns, en hann og Oddur unnu saman að ýmsum verkum til dæmis Dansleik. Krossferðin var sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum. Líkt og annað stórvirki, Sonur skóarans og dóttir bakarans eftir Jökul Jakobsson fjallar verkið í kjarna sínum um heimsfrið, samið í skugga kjarnorkusprengna og Vietnamstríðs en þvi miður á boðskapur þess ekki síður við en þegar það fyrst kom fram.

Þetta mun vera 120.uppfærsla Sveins á sviði, ef allt er talið með, leiksýningar, óperur, samsettar dagskrár og sviðsettir leiklestrar,. Fyrsta leikstjórnarverkefni hans var haustið 1965 i Iðnó. Oddur Björnsson var í hópi fremstu leikskálda sinnar kynslóðatr. Fyrstu verk hans birtust í Grímu upp úr 1960 og var þar fram kominn einn hreinræktaðisti absbúrdistinn í leikritun okkar. Leikrit hans voru ´’síðan flutt bæði í Þjóðleikhúsi og hjá Leikfélagi Reykjavíkur, við góðan orðstír, en hann samdi einnig fjölda athyglisverrða útvarpsleikrita.

Leikstjóri: Sveinn Einarsson.

Leikarar:
Andrés: Kjartan Darri Kristjánsson Stefán: Albert Halldórsson Seppi: Alexander Dante Erlendsson.
Antonio/Bóndinn /Gógó/ Skemmtannastjórinn: Jakob Þór Einarsson
Manolo/Munkur/Diogenes/Diddi: Þór Tulinius
Frúin/ Skessan: Arndís Hrönn Egilsdóttir
Klukku Kalli/Karl 1./Biskupinn: Þorsteinn Gunnarsson. Álfadrottning/Guðrún dóttir skemmtanastjóra/Stúlka: Íris Tanja Flygering
Bóndakona: Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Upplýsingar

Dagsetn:
26/04/2019
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904