Til fundar við formæður
18/10/2015 @ 16:00
Sagnakonurnar Sigurbjörg Karlsdóttir og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, segja sögur af formæðrum.
Sigurbjörg segir sögur af ömmu sinni og langömmu, sögur af baráttu kvenna sem sigruðust á efiðleikum með kjarki, dugnaði elju og vinnusemi. Sigurborg segir m.a. frá móðurömmu sinni, verkakonu og einstæðri móður sem átti sér draum sem rættist að henni látinni. Inn í sögustundina flétta þær nokkrum sögulegum punktum og taka lagið, formæðrum til heiðurs.
Í kjölfar sögustundarinnar bjóða þær svo upp á þriggja vikna námskeið fyrir konur, þar sem þær vinna með sögur sinna formæðra, búa til frásagnar og stíga síðan á stokk og segja söguna.
Nánari upplýsingar á Facebook síðunni Til fundar við formæður.