Hleð Viðburðir

Á föstudaginn 28. maí kl 20 opnar Snorri Ásmundsson tvær sýningar í Hannesarholti.  Fyrst má nefna einkasýningu á nýjum málverkum sem Snorri hefur málað í dvöl sinni í skógum Svíþjóðar, en þar hefur hann dvalist síðusta árið langt inni í skógi í Nössemark í Svíþjóð ásamt 2 köttum og lítið samneyti haftvið annað mannfólk í raunheimum. Á neðri hæð í Salnum, tónlistarrými Hannesarholts hefur verið sett upp ljósmyndasýning þar sem listamennirnir Snorri Ásmundsson og Kristján Frímann Kristjánsson tóku sig saman og fóru á tímaflakk. Í þessari fyrstu ferð þeirra um tímann var hernám Íslands og hernámsárin 1940 – 1945 skoðuð og mynduð. Á þessum ferðum þeirra um Ísland í seinni heimsstyrjöldinni kynntust þeir sagnfræðigrúskaranum Þór Eysteinssyni sem hefur verið þeim hjálplegur að lesa myndirnar og skýra merki og tákn sem birtast í myndunum.

Upplýsingar

Byrja:
28/05/2021
Enda:
20/06/2021
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904