2025-12-16T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir
Söngkonan og píanóleikarinn Margrét Sigurðardóttir og hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa, gítarleikurunum Ásgeiri Ásgeirssyni og Magnúsi Einarssyni og trommu- og slagverksleikaranum Ásgeiri Óskarssyni flytja tónleikadagskrána Vintage í Hljóðbergi Hannesarholts. Sérstakur gestasöngvari á tónleikunum er Þórhallur Sigurðsson.
 
Tónlistarfólkið hefur unnið að undirbúningi útgáfu með tónlistinni sem hér verður flutt en þar er bæði að finna þroskuð lög frá ýmsum tímabilum sem heyrast hér í nýjum útsetningum og nýútsprungin lög eftir Margréti. 
Miðar eru seldir á midi.is og við inngang.
  

 

Upplýsingar

  • Dagsetn: 24/11/2013
  • Tími:
    14:00 - 15:00
  • Verð: ISK2.000

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top