Hleð Viðburðir

Lettnesku tónlistakonurnar Dr.Dzintra Erliha, píanó, og Emma Aleksandra Bandeniece, selló, halda tónleika í Hannesarholti, laugardaginn 17. mars kl. 15:00. Tilefnið er 100 ára afmæli sjálfstæðis Lettlands. Lettar gleyma því ekki að íslendingar voru fyrstir þjóða til að veita stuðning þegar Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991, í tíð Jóns Baldvins Hannibalssonar sem utanríkisráðherra.

Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær báðar, hvor á sínu sviði, skipað sér á bekk með bestu hljóðfæraleikurum Lettlands. Dr. Dzintra Erliha hefur m.a. unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum píanósamkeppnum og Emma Aleksandra Bandeniece hefur spilað með helstu hljómsveitum Lettlands og spilar reglulega  fyrir utan heimalandið.

 Á efnisskránni verður aðallega kammertónlist eftir lettnesk tónskáld: J. Medins, I.Ramins,  J.Ivanovs, D.Aperane, P.Vasks, S.Buss og L.Garuta, en Dr. Dzintra Erliha er doktor í tónsmíðum L.Garuta.

Dzintra heldur einnig tónleikafyrirlestur í Listaháskólanum í Skipholti 31 föstudaginn 16.mars kl.12.30.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
17/03/2018
Tími:
15:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://bo.tix.is/Sell/Event/26308

Skipuleggjandi

Ragnar Kristinn

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website