Hleð Viðburðir

Fæðingardegi W.A.Mozarts verður fagnað í Hljóðbergi Hannesarholts föstudaginn 27.janúar kl.17 með tónleikum í boði Reykjavíkurborgar og Hannesarholts.
Flytjendur eru: Domenico Codispoti píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari.

Á efnisskránni verður sónata fyrir píanó og fiðlu í B-dúr K 454, tríó fyrir píanó, fiðlu og selló í E-dúr K 542 og sónata fyrir píanó og selló í E-dúr eftir Franz Xaver Wolfgang Mozart, yngsta barn afmælisbarnsins. Síðastnefnda verkið heyrist sennilega í fyrsta sinn á Íslandi á þessum tónleikum.

Tónleikarnir eru ókeypis og öllum opnir. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í Hannesarholti. Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðu Hannesarholts.

Upplýsingar

Dagsetn:
27/01/2023
Tími:
17:00 - 18:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map