Hleð Viðburðir

FIMM ÁRSTÍÐIR

Fimm árstíðir er heitið á nýjum sönglagaflokki eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Snorra Hjartarson. Kvæðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld, einu nafni Fjórar árstíðir, og loks Í Úlfdölum, fimmta árstíðin.
Lögin eru samin fyrir sópran, tenór og píanó.
Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó munu frumflytja ljóðaflokkinn í Hannesarholti í Reykjavík 11. marz 2017. Höfundur laganna mun  lesa kvæðin fyrir áheyrendur áður en þau eru sungin og leikin.Dagskráin tekur um 30 mínútur og verður tekin upp, hljóð og mynd. 

Fimm árstíðir er heitið á nýjum sönglagaflokki eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Snorra Hjartarson. Kvæðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld, einu nafni Fjórar árstíðir og loks Í Úlfdölum, fimmta árstíðin. Lögin eru samin fyrir sópran, tenór og píanó.

Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó frumflytja ljóðaflokkinn í Hljóðbergi 11.mars 2017. Höfundur les kvæðin fyrir áheyrendur áður en þau eru sungin og leikin. Dagráin tekur um 30 mínútur og verður tekin upp.

Þorvaldur Gylfason prófessor hefur samið um 90 sönglög, m.a.Sautján sonnettur um heimspeki hjartans, Söngva um svífandi fugla, Sjö sálma og Sextán söngva fyrir sópran og tenór við kvæði Kristjáns Hreinssonar. Sonnettur þeirra félaga voru fluttar í Hörpu2012 og 2013, fuglasöngvarnir í Salnum í Kópavogi 2014, sálmarnir í Langholtskirkju 2014 og í Guðríðarkirkju 2015, og þetta er frumflutningur söngvanna fyrir sópran og tenór.  

Miðasala á:

https://midi.is/tonleikar/1/9951/Fimm_arstidir

 

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website